Einvígi Oddfellowa og Frímúrara 2025 - Skráning

Oddfellowbræður og Frímúrarar halda sitt árlega Einvígi í golfi á Urriðavelli föstudaginn 5. september nk. 

Keppnisform er Greensome tveir í liði þar sem að hámarki 25 lið frá hvorum mætast (100 keppendur). Einungis 50 Oddfellowar og 50 Frímúrar geta skráð sig. Fyrstur kemur fyrstur fær. Ath: Það þurfa tveir að skrá sig saman sem lið.

Smellið hér til að sjá reglugerð mótsins með keppnisskilmálum og leikfyrirkomulagi ásamt því sem verðlaun verða veitt fyrir.

Opnað hefur verið fyrir skráningu. Aðeins verður tekið við skráningum í gegnum Golfbox-forritið. Við skráningu þarf að greiða mótsgjaldið 15.000 á mann. ​Innifalið er: Súpa og brauð, Golfhringurinn og nauta gúllas með tilheyrandi meðlæti.

ATH: Ekki er hægt að fá mótsgjald endurgreitt ef afskráning fer fram eftir kl:18:00 þann 1. september. Afskráningar og öll önnur samskipti við mótsstjórn fara fram í gegnum – einvigi2024@gmail.com


Dagskráin er hefðbundin,

Byrjum á súpu og brauði - Gott að vera kominn í skálann eftir upphitun um kl.11:30,
- Keppendur verða sendir á teiga kl. 12:45.
- Skorkort afhent inn í skála.
- Ræst verður út af öllum teigum kl.13:00.
- Baldur þenur flautuna á þjónustubílnum.
- Endum daginn á Gúllas með gómsætu meðlæti  

Verðlaunaafhending að loknu móti.
Glæsileg verðlaun í boði fyrir góðan árangur.

Mótsstjórn

Next
Next

37. Landsmót Oddfellowa og 35 ára afmælismót GOF