Einvígi Oddfellowa og Frímúrara 2025 - Skráning
Oddfellowbræður og Frímúrarar halda sitt árlega Einvígi í golfi á Urriðavelli föstudaginn 5. september nk.
Keppnisform er Greensome tveir í liði þar sem að hámarki 25 lið frá hvorum mætast (100 keppendur). Einungis 50 Oddfellowar og 50 Frímúrar geta skráð sig. Fyrstur kemur fyrstur fær. Ath: Það þurfa tveir að skrá sig saman sem lið.
Opnað hefur verið fyrir skráningu. Aðeins verður tekið við skráningum í gegnum Golfbox-forritið. Við skráningu þarf að greiða mótsgjaldið 15.000 á mann. Innifalið er: Súpa og brauð, Golfhringurinn og nauta gúllas með tilheyrandi meðlæti.
ATH: Ekki er hægt að fá mótsgjald endurgreitt ef afskráning fer fram eftir kl:18:00 þann 1. september. Afskráningar og öll önnur samskipti við mótsstjórn fara fram í gegnum – einvigi2024@gmail.com
Dagskráin er hefðbundin,
Byrjum á súpu og brauði - Gott að vera kominn í skálann eftir upphitun um kl.11:30,
- Keppendur verða sendir á teiga kl. 12:45.
- Skorkort afhent inn í skála.
- Ræst verður út af öllum teigum kl.13:00.
- Baldur þenur flautuna á þjónustubílnum.
- Endum daginn á Gúllas með gómsætu meðlæti
Verðlaunaafhending að loknu móti.
Glæsileg verðlaun í boði fyrir góðan árangur.
Mótsstjórn

