Heiðurshöll
Golfklúbbs Oddfellowa
Á þessari síðu munum við safna saman upplýsingum og fjalla um frumherja og framtaksama Oddfellowa sem lagt hafa mikið af mörkum við mótun og uppbyggingu á Urriðavelli í Urriðavatnsdölum,
á einkalandi Oddfellowreglunnar á Íslandi.
Stjórn Golfklúbbs Oddfellowa ákvað á stjórnarfundi 6. mars 2025 að tímabært væri að stofna Heiðurshöll Golfklúbbs Oddfellowa til að halda á lofti minningu um þau sem ruddu brautina svo við hin gætum notið útivistar og leikið golf í fólkvangi okkar Oddfellowa í Urriðavatnsdölum í Garðabæ.
Óskar Sigurðsson, heiðursfélagi,
Steindór Gunnlaugsson, stórsír,
Harald Gunnar Halldórsson form. GOF
Á stjórnarfundi þann 6. mars 2025 var ákveðið að taka br.Óskar G. Sigurðsson st. nr. 12, Skúla fógeta, í Heiðurshöll Golfklúbbs Oddfellowa fyrstan allra.
Br. Óskar er einn af frumherjum golfvæðingar innan Oddfellowreglunnar og var í broddi fylkingar á upphafsárum golfvarllargerðar í Urriðavatnsdölum.
Þá á hann heiðurinn að hafa haldið fyrsta Landsmót Oddfellowa 1989 og var jafnframt fyrsti formaður Golfklúbbs Oddfellowa 1990 til 1992 og var einnig stofnfélagi og fyrsti formaður Golfklúbbsins Odds.
Br. Óskar var óþreytandi í að hvetja bbr. og sstr. til golfiðkunar og safnaði umtalsverðum fjármunum á meðal reglusystkina til framkvæmda og uppbyggingar á svæðinu.
Á upphafsárunum og í 10 ár samfleytt hélt hann kvennamót sem hann stofnaði til og fjármagnaði alla verðlaunagripi í mótið. Í fyrsta mótinu tóku 40 konur þátt sem þótti nokkuð gott á þeim árum. Siðasta árið sem hann sá um mótið var það lang stærsta kvennamótið á landinu með 140 þáttakendum.
Í þakkarræðu sinni í lokahófi Landsmótsins sagði br. Óskar m.a. að hann væri afar þakklátur og hrærður og bætti við að þó oft hafi verið á brattan að sækja, þá hafi þetta verið skemmtilegasta og mest gefnadi verkefni sem hann hafi unnið fyrir Oddfellowregluna.

