Upplýsingar um Landsmót Oddfellowa
-
Landsmótið verður haldið á Urriðavelli 9. ágúst 2025.
Í ár á Golfklúbbur Oddfellowa 35 ára afmæli og verður mótið sérstaklega veglegt af því tilefni.
-
GOF stendur fyrir árlegu Landsmóti Oddfellowa. Undanfarin ár hefur stúkum verið boðið að sjá um mótið og nýta sem fjáröflun til líknarmála. Þannig hafa stúkur á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni tekið sig saman og séð um mótið. Landsmótið er ýmist haldið á heimavelli Oddfellowreglunnar, Urriðavelli eða á golfvöllum í nánd við þær stúkur sem sjá um mótið.
Landsmótið var fyrst haldið á Hólmsvelli í Leirunni á Suðurnesjum árið 1989. Síðan hefur mótið verið haldið árlega á þessum golfvöllum.
Urriðavelli, Garðabæ: 1995, 1997, 1998, 2001, 2003, 2004, 2006, 2008, 2009, 2010, 2012, 2013, 2014, 2016, 2017, 2018, 2020, 2021, 2022, 2023, 2024, (2025)
Jaðarsvelli, Akureyri: 1993, 2002, 2007, 2019
Garðavelli, Akranesi: 1994, 2000, 2015
Vestmannaeyjavelli, Vestmannaeyjum: 1991, 1999, 2011
Hólmsvelli, Suðurnesjum: 1989, 2005
Svarfóhlavelli, Selfossi: 1996
Tungudalsvelli, Ísafirði: 1992
Strandavelli, Hellu: 1990
-
Reglugerð Landsmóts Oddfellowa.
Stefna skal að mótshaldi fyrri hluta ágústmánaðar.
Mótið er 18 holu punktakeppni með og án forgjafar.
Keppt er í kvenna og karlaflokki.
Þátttökurétt hafa allir Oddfellowar og makar þeirra. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf í makaflokki.
Landsmótsmeistari eru bróðir og systir. (Makar geta ekki unnið Landsmót GOF)
Viðmið hámarksforgjafar er 32 hjá konum og 28 hjá körlum en mótanefnd hvers tíma getur ákveðið annað ef ástæða þykir til.
Sveitakeppni stúkna er felld inn í mótið, þrír bestu með forgjöf telja í hverri sveit. Sveitir skulu skipaðar reglubræðrum eða systrum. Ekki er heimilt að skipa sveit með mökum reglusystkina.
Kylfingur sem vinnur til verðlauna án forgjafar getur ekki tekið verðlaun með forgjöf.
Ein verðlaun eru í kvenna- og karlaflokki fyrir flesta punkta án forgjafar.
Þrenn verðlaun eru í kvenna- og karlaflokki fyrir flesta punkta með forgjöf.
Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum og fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á völdum brautum.
Verðlaun eru fyrir efsta sætið í sveitakeppninni bæði hjá Rebekku- og bræðrastúkum. Bræður og systur sem telja til sigurs fyrir stúku sína fá viðurkenningu.
Ef jafnt er eftir 18 holu leik þar sem leikin er punktakeppni skal telja fyrst seinni níu holur, því næst sex holur, þá þrjár holur, loks eina holu, fyrst þá holu 18 því næst 17 og áfram þangað til úrslit fást með lægra skori á holu ef það dugir ekki skal hlutkesti ráða.
Dregið skal úr skorkortum eða hafa happdrætti í verðlaunaafhendingu.
-
Úrslit í keppnisflokkum 2024 voru eftirfarandi:
Punktakeppni án forgjafar karlar Pkt.
1. sæti Ragnar Hjörtur Kristjánsson 27
2. sæti Páll Hilmar Ketilsson 25
3. sæti Björn Þorfinnsson 21Punktakeppni án forgjafar konur Pkt.
1. sæti Gunnhildur L Sigurðardóttir 16 Pkt. á S9 = 9
2. sæti Katrín Garðarsdóttir 16 Pkt. á S9 = 8
3. sæti Þuríður Halldórsdóttir 15Punktakeppni með forgjöf karlar Pkt.
1. sæti Bjarni Þór Gústafsson 41
2. sæti Karl Magnús Þórðarsson 39
3. sæti Kristján Gunnarsson 38Punktakeppni með forgjöf konur Pkt.
1. sæti Katrín Garðarsdóttir 40
2. sæti María Veigsdóttir 38
3 . sæti Guðlaug Lýðsdóttir 36
4 . sæti Kristín Hálfdánssdóttir 35Stúkukeppni Bræður Pkt.
1. sæti St, nr. 20, Baldur 114
Bjarni Þór Gústafsson 41
Julius Thorarensen 38
Vilberg Sigtryggsson 35Stúkukeppni Systur Pkt.
1. sæti Rbst.nr. 07, Þorgerður 109
Katrín Garðarsdóttir 40
Guðlaug Lýðsdóttir 36
Guðrún B Sigurbjörnsdóttir 33Næst holu á: Lengd:
4. holu, Andrés Andrésson 4,23m
8. holu, Eiríkur Þorbjörnsson 1,22m
13. holu, Inga Lóa Guðmundsdóttir 0,68m
16. holu, Anný Antonsdóttir 1,68mLengsta Teighögg kvenna 9. braut
Gunnhildur L. SigurðardóttirLengsta Teighögg karla 11. braut
Júlíus Margeir SteinþórssonTil að sjá sigurvegara Landsmóta Oddfellowa frá upphafi smelltu <hér>
-
Í myndasafninu er mikið af myndum sem skilja eftir góðar minningar frá fyrri landsmótum og frá uppbyggingarárum í Urriðavatnsdölum. Smellið <hér> til að fara í myndasafn.