Landsmót Oddfellowa 2025 -Takið daginn frá

35 ára afmælismót Golfklúbbs Oddfellowa 2025

Haldið þann 9. ágúst á Urriðavelli. 

Skráning hefst þann 9. Júlí kl. 10.00 - Skráningu lýkur 7. ágúst kl.18.00.
Einungis verður tekið við skráningum í gegnum Golfbox-forritið.

Smellið hér til að sjá verðlaun og vinninga sem í boði eru.

Greiða þarf mótsgjaldið við skráningu.
Mótsgjald: 19.500 kr.

* * * Innifalið í mótsgjaldinu er * * *

Móttaka föstudaginn 8. ágúst kl. 16:30 - 18:30
Staður: Berjaya Reykjavík Natura Hotel Nauthólsvegur 52; 102 Reykjavík.
Léttar veitingar í boði, púttkeppni, afhending mótsgagna og óvænt skemmtiatriði.

Afmælisgolfmótið
sem er Landsmót Oddfellowa nr. 37 í röðinni og er haldið á einum flottasta golfvelli landsins.
Fyrsti rástími kl. 7.00 Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir góðan árangur.

Afmælislokahóf
þar sem öllu verður tjaldað til.
Staður:  Golfskálinn Urriðavelli. Húsið opnar kl. 19.30. Dagskrá kvöldsins hefst kl. 20.00

Matseðill

Steikarhlaðborð
að hætti þeirra Öðlinga, Axeló & Jóa Jóns úr st.20. Baldur.

Grilluð nautalund black garlic
Hægeldaðar kalkúnabringur í salvíu & hunangi.

Ofnbakað lambafillet á gamla mátann

Meðlæti
Litríkt árstíðar grænmeti. Kartöflur "Fondant" í smjör soði
Heimalöguð Bernaise sósa
Rauðvínssósa

Eftirréttur
Volg "lava" súkkulaðikaka, vanilluís, jarðaber,
Oreo mulningur og að sjálfsögðu kaffi

Dagskrá
Kl. 20.00 -  Opnunarávarp
Kl. 20.30 – Gengið til snæðings
Skemmtiatriði. (Er golf íþrótt eða ?)
Afhending heiðurmerkja
Það er við hæfi á 35 ára afmælisárinu okkar að veita heiðursverðlaun
Samsöngur (Kannski verður sungið; Undir bláhimni)
Verðlaunaafhending; Verðlaunin ekki af verri endanum
Skemmtiatriði sem engin má missa af
Rúsínan í pylsuendanum; br. DJ: Siggi Hlö. kemur okkur í dansgírinn

Veislustjóri: Mr. John Do. John Do er einn sá allra besti í geiranum þótt hann tali ekki alveg fullkomna íslensku

Allar nánari upplýsingar um golfmótið er inn á golfbox.golf

Previous
Previous

Einvígið 2025 - Takið daginn frá

Next
Next

Aðalfundur GOF fyrir 2024 verður haldinn mánudaginn 27. janúar 2025